Kuggur og fleiri fyrirbæri

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987
Flokkur: 

Með myndum eftir höfund.

Úr Kuggur og fleiri fyrirbæri:

Í bókinni er mynd af dýri, mjög líku því sem er í kassanum. Litla krílið stekkur upp úr kassanum og upp á bókina. Það hoppar upp og niður og bendir á myndina.
 - „Mosablesi. Lítið kríli sem býr í mosaþembum, glaðlyndur og hrekkjóttur en ekki illgjarn. Getur orðið gífurlega sterkur ef þörf krefur. Étur allt sem að kjafti kemur.“
 - Þar hafið þið það, segir sú eldgamla og skellir aftur bókinni svo rykið þyrlast upp og litla krílið skýst upp í loftið. – Þetta er Mosablesi!
 - Við skulum kalla hann Mosa, stingur Kuggur upp á.
 Málfríður opnar skáp og nær í rúsínur handa Mosa. Hann verður ofsaglaður og hámar þær í sig. Svo leggst hann niður í kassann og sofnar. Hin geispa.
 - Jæja, drengstauli. Nú skaltu fara heim til þín. Málfríður á að fara að hátta, segir mamma Málfríðar. – Í rúmið með þig, stelpa! segir hún svo við Málfríði.
 - Bless bless! kallar Kuggur um leið og hann fer út úr dyrunum. – Ég kem á morgun að skoða Mosa.
 En mæðgurnar heyra ekki í honum því að Málfríður vill ekki fara að hátta og hefur falið sig fyrir mömmu sinni.
 Kuggur sofnar sæll og glaður þetta kvöld. Hann hlakkar til að hitta Málfríði og mömmu hennar næsta dag og kynnast Mosa betur.

(s. 9)