Krotað í sand

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1958
Flokkur: 

Úr Krotað í sand:

MÓÐIR MÍN 

Mildir þér við brjóst
morgnar sungu
er höfði mínu þreyttu
halla mátti
að hjarta þungra sorga
og heyrði það slá
hörpuhljómum blíðar.

Þíðir sorgarómar
þrár mér vöktu,
tár á þínum hvörmum
tregann ólu.
Seiða vildi eg burtu
sáran harm þinn,
en átti engin ljóð.

Níu ára var ég
er nábleik hvíldir.
Horfnir voru draumar
horfnar sorgir.
Ský bar fyrir sólu:
skuggi dauðans
bros á brár þér dró.

Ekkert á ég framar
aðhall höfði,
þagnað lagið
sem þrár mér vakti.
Þungum harmi sleginn
þegja vil ég,
en ljóðið leitar til mín.

Hvar sem ég hef farið
hvarf mér aldrei
vonin að finna
vinhlýjan faðm.
Marga mér við brjóst
morgna kalda
ólu þessi ár.

(s. 8)