Króksi og Skerðir

Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973

Um þýðinguna

Rinconete y Cortadillo eftir Miguel de Cervantes í þýðingu Guðbergs.

Úr Króksa og Skerði

Einkum fannst honum vera fyndið, að hún sagði Guð mundi gefa sér í syndafrádrátt jafngildi tuttugu og fjögurra ríkisdala, vegna þess erfiðis, sem hún hafði lagt á sig við að eignast þá; en sérstaka aðdáun vakti hjá honum vissan og sannfæring þeirra um, að þau mundu komast til himnaríkis, ræktu þau trúarskyldur sínar, þrátt fyrir það að vera margsek um þjófnað, morð og guðlast. Og hann hló dátt yfir hinni góðu, gömlu Sponsu, sem þaut frá stolnu þvottakörfunni heima hjá sér til þess að kveikja á vaxkertum framan við dýrlingamyndirnar, og að fyrir bragðið kæmist hún til himna í skóm og fötum. Engu minni furðu vakti hjá honum hlýðnin og virðing sú, sem undantekningarlaust var borin fyrir Alvalda, groddalegum og sálarlausum þrjóti. Hann hugleiddi það, sem hann hafði lesið í minnisbókinni og störf þau, sem öll sveitin hafði með höndum. Að síðustu hugleiddi hann, hversu glompótt réttvísin var í hinni víðfrægu borg, Sevilla, því að í henni bjó, næstum óáreitt, jafn skaðlegt fólk og þetta, sem lifði andstætt öllu eðli. Og hann ákvað með sjálfum sér að ráðleggja félaga sínum að bindast ekki um of jafn vafasömu, ótryggu, hamslausu og ósiðsömu líferni.

(s. 43)