Kossar & ólífur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2007
Flokkur: 

Um bókina:

Fyrsta bókin í seríu um unglingsstúlkuna Önnu. Hinar eru Svart & hvítt frá 2008 og Ég & þú frá 2009. Í fyrstu bókinni fylgjum við Önnu til Brighton á Englandi, þar sem hún vinnur sumarlangt á hóteli. Þetta sumar kynnist hún ýmsu sem kemur henni á óvart – bæði framandi aðstæðum og spennandi fólki, en ekki síður nýjum tilfinningum sem bærast með henni sjálfri. Í þríleiknum er fjallað um tilfinningar og sjálfsleit unglinga og meðal annars fjallað um samkynhneigð.

Anna skildi ekki hvað krökkum fannst svona spennandi við kossa. Hún hafði kysst þrjá stráka og fannst það ekkert sérstakt. Kannski var fyrsti kossinn aldrei neitt merkilegur þótt fáir vildu viðurkenna það. Anna hafði að minnsta kosti orðið svo stressuð þegar hún áttaði sig á að þessi tímamótaviðburður var í vændum að hún var við það að kasta upp.