Kóngulær í sýningargluggum

Kóngulær í sýningarglugganum
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2017
Flokkur: 

Úr bókinni

 

kóngulóarsöngur

í minnisdjúpu völunarhúsi ofan á gröf kóngulóa sem frömdu
sjálfsmorð á leið minni hingað syng ég –

fánar hanga úr loftinu, eitraður þvottur, þreyttir peningaseðlar
bananar fyrir krabbameinssjúka; speglar bráðna

ég faldi mig, taldi upp að tíu : ekkert fannst
ég svaf á gaddavír og mig dreymdi fagurgala og fugla : ekkert fannst
ég svaf á gaddavír og mig dreymdi gaddavír : ekkert fannst
mig dreymdi skinn

ég fylgdi gnægtarborði sem smurðum leggjum gekk við staf
og síðan gekk ég smurðum leggjum við staf og söng
með ljóðin krossaumuð í tunguna
undir kór stjarna sem hrundu niður af himnum
er sýningarstjórinn þrýsti á hnappinn; fingurinn úr gulli