Kom : ljóð 1971-1973

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1975
Flokkur: 

Úr Kom:

Uppruni tungumáls

„I wake you, stone. Love this man.“
     – Charles Olson: The Distances.

Ákveðin, sterk var för okkar
yfir vegleysur brunasanda
uns við komum í þennan stað
sem var bjarg (tómið að baki?)

og hér sit ég einn
bíð meðan rykið sest
enginn er steinn yfir steini

vindur leikur köldum fingrum
á skrælnaða hörpu eikartrés

rykið kemur heim / ísbjartur dagur

þá spyr ég steininn:
leita ég visku hjá Þér?

seint svarar steinninn / þungt
leita ég visku hjá þér?