Kojan

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006
Flokkur: 

Smásaga í safnritinu Draugurinn sem hló. Bókin geymir 15 draugasögur eftir jafnmarga norræna höfunda. Hún er afrakstur norræns samstarfsverkefnis sem hlaut styrk frá Nordisk Kulturfond og kom hún samtímis út á átta tungumálum. Sigurður Karlsson þýddi erlendu sögurnar.

Höfundar sem eiga sögur í safninu, auk Kristínar Helgu, eru:
Heddi Böckman, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Atle Hansen, Issát Sámmol Heatta, Ragnar Hovland, Sámal Kristian Jacobsen, Lene Kaaberböl, Sólrún Michelsen, Rauna Paadar-Leivo, Sari Peltoniemi, Juaanna Platou, Dorte Roholte, Ebbe Schön og Ritva Toivola.

Myndlýsingar:
Eva Eriksson, Halldór Baldursson, Trond Bredesen, Liisa Helander, Hilde Kramer, Edward Fuglö, Emil Landgreen, Áslaug Jónsdóttir, Liisa Kallio, Kunuk Platou, Per Jörgesen, Tord Nygren og Salla Savolainen.

Ritnefnd skipuðu Sigþrúður Gunnarsdóttir (Ísland), Lene Therkildsen (Grænlandi), Niels Jákup Thomsen (Færeyjum), Lotte Nyholm (Danmörku), Guri Vesaas (Noregi), Terttu Toivianinen (Finnlandi), Marianne Eriksson (Svíþjóð) og Brita E. Kåven (samíska málsvæðið).

Úr Kojunni:

Edda var fegin, tók utan um háls pabba og krækti fótunum um mitti hans. Egill stakk litla bakpokanum hennar ofan í sinn og svo héldu þau áfram göngunni með fram vatninu. Smám saman hætti að rigna og það lægði. Þoka laumaðist yfir heiðar og skreið eins og vofa yfir vatnið. Fáeinir ísjakar vögguðu í vatninu við jökulsporðinn og í þokunni voru þeir eins og risavaxin skemmtiferðaskip á leið í land. Þokan varð þéttari og þéttari, svartari og svartari.
- Hvernig líður þér engillinn minn? spurði mamma og strauk Eddu blítt um hárið.
- Ekki vel, hvíslaði Edda. - Ekki vel. Eltu bara konuna, pabbi. Hún veit hvert við eigum að fara, muldraði hún máttfarin.
- Hvaða konu? Er hún með óráði? spurði mamma hissa.
- Þarna er kofinn! kallaði pabbi himinlifandi. - Sjáiði ekki þústina í þokunni?
Gamla torfhúsið kúrði í þokunni og þarna hafði það verið í hundrað ár. Ljóstýra var í glugga.
- Ég hélt að við yrðum eina fólkið í nótt, sagði pabbi hissa. - En það er ljós í húsinu.
Ljósið slokknaði.
Það marraði í hjörunum þegar mamma opnaði dyrnar.

(s. 30-31)