Knúsbókin

Knúsbókin
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2014
Flokkur: 

Myndir: Elsa Nielsen

Um bókina

Þegar Sólu býðst að gista hjá ömmu er hún fljót að ferðbúast. Þar opnast Sólu heill heimur ævintýra sem í fyrstu virðist alls ekki hættulaus. Amma er týnd og Sóla þarf að sýna hvað í henni býr.

Knúsbókin er samtímaævintýri sem hvetur bæði börn og fullorðna til forvitnilegra heilabrota. Hún er sjálfstætt framhald Brosbókarinnar sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.

Kennsluefni sem fylgir bókinni má nálgast hér.

Úr bókinni

Sóla stendur ein eftir. Alein. Mamma er farin. Sóla teygir sig í dyrabjölluna á húsi ömmu. Hún hringir. Ekkert svar. Hún hringir aftur og bíður svo í dágóða stund.