Klukkan í turninum

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 

Úr Klukkan í Turninum:

Í skriftartíma

Þið eigið að teikna bláar öldur
byrja frá vinstri
halda áfram viðstöðulaust
með léttum hreyfingum
yfir til hægri
fylla síðuna
síðan megið þið lita skipið
og sól
og ský
og fugl
innan stundar hafa öll börnin
lokið við myndina sína
efst í hægra horninu brosir geislandi sól
til vinstri er ský
yfir skipinu flýgur fugl
en á myndinni hennar Agnar litlu
sem býr hjá móður sinni í kvennaathvarfinu

er sólin að gráta
táralækir ná alveg niður í bláar öldurnar
og barmafylla hafið