Kettlingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í Reyniviðargarðinum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1987
Flokkur: 

Úr Kettlingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í Reyniviðargarðinum:

En um leið og Fríða fantasía ætlaði að taka til fótanna, opnuðust dyrnar á rauða húsinu í reyniviðargarðinum – og í gættinni stóð – nei, nei, ekki svartur og illilegur bófi, heldur spengilegur köttur í hvítum, þröngum buxum, rauðum jakka gullborðalögðum og innan undir honum sást í gult vesti og blátt hálstau og í jakkabarminum var gyllt stjarna, sem sendi tindrandi ljósbrot út í morgunsárið. Og ekki var fótabúnaðurinn til að skammast sín fyrir. Hann var svört hástígvél með gylltri spennu yfir ristina. Og til að kóróna þennan glæsilega búnað hafði kötturinn á höfði sér þríhyrndan flauelshatt með stórri strútsfjöður, en þær eru allra fjaðra eigulegastar.

(s. 6)