Keikó: hvalur í heimsreisu

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998
Flokkur: 

„Mannfjöldinn fylgdist með því úr landi þegar Keikó synti úr ferðarólunni sinni út í ferskan sjóinn í kvínni. Allra augu hvíldu á háhyrningnum og sjónvarpsvélarnar fylgdust grannt með. Heimsbyggðin horfði á og varð vitni að þessari töfrastund. Fagnaðarlæti brutust út þegar hann synti um í nýju lauginni sinni - en í þetta sinn var ekki um venjulega laug að ræða, heldur sjálfan Íslandssjó.
   Krakkar, sjómenn, vísindamenn og fréttamenn - allir fundu gleðina og hamingjuna sem lá í loftinu þegar Keikó kom loksins heim.
   Litli drengurinn frá Kaliforníuríki stóð hjá mömmu sinni í bát við kvína. Hann horfði á vin sinn renna sér úr rólunni út í sjóinn og táraðist. En hann var ekki sorgmæddur; þetta voru gleðitár.
   Velkominn heim, Keikó minn, hvíslaði litli strákurinn og brosti.“

(s. 29)