Kartöfluprinsessan

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987
Flokkur: 

Úr Kartöfluprinsessunni:

Andartakið

Það var fullkomnað

  andartak okkar er eitt

við ferkantað borð
með hönd á steingráum dúk.

Ég varpaði geislum
á dimman augnhimin þinn.

Ég meðtók endurkast þeirra,
einnig orðanna hljóðan

og elskaði þig
  þetta augljósa andartak.

Önnur voru fyrirboði hins eina
eða eftirlíking þess.

Nú sé ég það, sé það skýrast
eftir dúk, eftir disk.