Kærleikur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 

Teikningar eftir Jean Posocco.

Úr Kærleik:

Hann sneri sér undan og þagði.
- Erum við ekki vinir? endurtók ég.
Þá hvíslaði hann:
- Pabbi og mamma ætla að skilja.
- Skilja?
Hann kinkaði kolli.
- En, af hverju? stamaði ég.
Hann sneri sér við og ég sá að augun voru full af tárum.
- Þeim hefur lengi komið illa saman og þegar við fluttumst til Íslands versnaði það. Krisján horfði niður og hélt áfram:
- Mamma vildi ekki flytjast til Íslands en sagðist skyldi prófa. Svo er pabbi alltaf að vinna og nú segist hún vera búin að fá nóg ...
Ég gat ekkert sagt.
Hvað er líka hægt að segja?
Ég vissi ekki hvaða orð ég ætti að nota.
Aldrei hafði ég hugsað um skilnað.
Pabbi minn og mamma gætu ekki skilið.
Eða hvað?

(s. 16-18)