Jórvík

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1967
Flokkur: 

Úr Jórvík:

Liðsinni

Blöð og útvarp flytja okkur fregnir
af þjóðamorðunum
og nú ber öllum skylda til hluttekningar:

svo við rífum úr okkur hjörtun,
hengjum þau utan á okkur
eins og heiðursmerki
og reikum úti góða stund

áður en við leggjumst til svefns
á afglöpum okkar
og snúum okkur heilir og óskiptir
að draumlífinu.