Íslendingurinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 

Úr bókinni
 

Þankaþula


Við eigum unga systur
með alltof kíttuð brjóst.
Hver skóp heiftina í helvítis mennina ?
Ég skal höggva þann djöful í tvennt !
Núna má greina
vængjaslátt eins fiðrildis
sólin rjóðar það.
Fátt er margt og flest er allt
frumeind skartar heimum.
Víðsýnum manni í vesælum heimi
verður margt að ljóði.
Ég lýg , ég lýg ég segi það satt
satt má kalla Gvuða skatt.
Orðin og ástin í einingu sett
flest er þetta fals og prett
ég er
upphaf minnar eilífðar
endalok minnar tilvistar.
Heimskinginn hyggur sig vitran
heimur þinn er sálar kytran.
Sem Ýmir á Auðhumlu spena
elskan mín vertu í kvöld.
Mannons tilbeisðla og tímasetningar hreyfinga
tikka í höfði mannskepnunnar . . . .
BÚMMM. . .
hertu saman andleg iður þín
gísl súreygðra, hentu úri , keyptu vængi
með hlykk á hamingjuslöngunni
hlæðu að smæðinni á tilefninu
heimur í heimum
hundruðir lífa !
Einsog gulleit appelsín
útá völlum sólin skín.

(4)