Ísbjörninn á Hótel Viktoría

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006
Flokkur: 

Um bókina (frá höfundi):

Fyrir tólf árum sagði ég við tvíburana mína að mér hefði ekki enn
tekist að gráta yfir því að faðir minn væri dáinn. Þá voru sextán ár
liðin frá dauða hans. Tvíburarnir voru tíu ára þegar þetta var. Þeir
voru ekkert að hugsa málið, annar þeirra sagði mér að hugsa um allt
það góða sem tengdist honum, og ég skyldi gera það í viku. Og hinn
bætti við: Ég ætlaði einmitt að segja það sama.

Hlutirnir taka tíma. Og nú tólf árum seinna er komin út bók með fallegu minningunum. Bókin heitir Ísbjörninn á Hótel Viktoría, minningabók og hefur að geyma fjörutíu minningar í örsöguforminu.