Írlandsdagar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995
Flokkur: 

Ljósmyndir: Sigríður Friðjónsdóttir.

Af bókarkápu:

Íslendingar finna til skyldleikatengsla við Íra eða Vestmenn eins og forfeður okkar víkingarnir kölluðu þá, er þeir stofnuðu norænt ríki í Dyflinni.
  Sigurður A. Magnússon kynntist írskri þjóðarsál, er hann vann það stórvirki að íslenska Ódysseif eftir James Joyce. Því bað Fjölvi hann að fara í könnunarferð um Írland bæði í tíma og rúmi.
  - Eyjan græna kemur alltaf á óvart, segir Sigurður. Saga Íra er gerólík okkar - gegnum aldirnar blóðlituð endalausri sturlungaöld og miskunnarlausri erlendri kúgun.
  En þar býr syngjandi skáldaþjóð. Og hvenær sem írar og Íslendingar koma saman, er líkt og ættmenn séu að hittast eftir langan aðskilnað.