Ilmur

ilmur
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997
Flokkur: 

Myndir: Kristín Ragna Gunnarsdóttir.

úr bókinni

- Heyrðu þú!
Það var stelpa að kalla.
Hún stóð hjá ljósastaurnum
hinum megin við girðinguna.
Var hún að kalla á mig?

- Heyrðu þú þarna með boltann!
kallaði hún aftur.
Já!
Hún var að kalla á mig!

Ég horfði á hana
en sagði ekki neitt.
Hún mændi á mig á móti
í gegnum dökk sólgleraugu
og brosti út að eyrum.
- Geturðu komið aðeins?
kallaði hún svo.

Ég hristi höfuðið
en hún hélt áfram að góna.
Og brosa.
- Komdu aðeins!
kallaði hún aftur.
Gerðu það!

(s. 9-10)