Í sviðsljósinu : Leikdómar 1962-1973

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1982
Flokkur: 

Úr formála höfundar:

Það hefur orðið að ráði að Mál og menning gefi út úrval úr leikdómum sem ég skrifaði á árunum 1962-1973. Einsog sjá má á samanburði efnisyfirlits og skrár aftast í bókinni er hér um að ræða mjög lítið úrtak, en samt þannig valið, að gefa ætti allgóða mynd af því sem mér þótti mestum tíðindum sæta á þessu árabili, bæði af hendi innlendra og erlendra höfunda. Kann ég Þorleifi Haukssyni bestu þakkir fyrir valið.

Um það verður tæplega deilt að sjöundi áratugur aldarinnar hafi á margan hátt verið afarmerkilegur í íslenskri leiklistarsögu. Þá voru ekki einungis endursýnd helstu sígild verk íslenskra leikbókmennta, heldur komu líka fram nokkrir þeir höfundar sem sterkastan svip hafa sett á leikritun æ síðan. Þeir nýir höfundar sem fram komu á þessu skeiði voru Jökull Jakobsson, Oddur björnsson, Guðmundur Steinsson, Erlingur E. Halldórsson, Matthías Johannessen, Svava Jakobsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Birgir Sigurðsson og Birgir Engilberts. Er sérstök ástæða til að minna á merkan þátt leikflokksins Grímu í þessu blómaskeiði innlendrar leikritunar, sem vel má jafna við annan áratug aldarinnar, þegar leiklistin tók einn af sínum alltof fáu fjörkippum.