Í mannabyggð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1966
Flokkur: 

Úr Í mannabyggð:

Táningsgæla

Ástin mín býr handan ókleifra fjalla
undir snarbrattri skriðu,
og farið kostar víst 5 hundraðkalla
fram og til baka
og borgar sig valla.
Bí, bí og blaka.

Hvers megnar nú ótíndur Íslendingur
undir snarbrattri skriðu,
áhaldalaus og með auma fingur?
Auminginn kann sér
ei læti og syngur.
Sofðu, ég ann þér.

Í útlöndum treður víst engan mara
undir snarbrattri skriðu,
ef fjall ber á milli fljúga menn bara
í frosti og rosa
en ég verð að hjara
sem mús undir mosa.