Í ljósi næsta dags

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978
Flokkur: 

Úr Í ljósi næsta dags:

LÍFSHÁSKI

Sól hnigin til viðar
Frerinn felur grösin
svo langt sem augað eygir
Fokið í flest skjól

Fimbulvetur vonleysis
umlykur líf þitt
einsog hrímaðar bílrúður
í umferðaröngþveiti daganna

Í litlu brúnu glasi
þrjátíu frelsandi englar
með fyrirheit um lausn
úr fjötrum tímans

En þú harkar af þér
þegar til kastanna kemur
í þeirri tæpu von
að ísa leysi
og mörkin grói á ný
þó myllur guðs mali hægt
og hey náist ekki í hlöðu
fyrren að haustnóttum

(S. 22)