Í kompaníi við Þórberg

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Inniheldur: Í kompaníi við allífið (s. 9-281) og Enn um Þórberg (s. 283-390).

Úr formála Matthíasar:

Bók þessi er saman sett úr því sem ég hef skrifað um Þórberg Þórðarson og samskipti okkar. Í kompaníi við allífið kom út á sjötugsafmæli Þórbergs 12. marz 1959, en fimm árum síðar fór Gísli Sigurðsson, ritstjóri Vikunnar, þess á leit við mig að ég skrifaði enn um Þórberg í blað hans vegna 75 ára afmælis Þórbergs og birtust þau samtöl í jan. -febr. 1964. Baltiku-ferðin var farin 1966 og birtist greinin um hana í Morgunblaðinu sama haust. Ritgerðin Að leiðarlokum er samin úr fyrirlestrum sem ég flutti um Þórberg á sínum tíma, áður óbirt. Bréf Þórbergs og Ragnars í Smára sem til er vitnað eru einnig óbirt.

Þess má að lokum geta að Þórbergur var í miklum vafa um Kompaníið þegar ég sýndi honum handritið að því, enda harla nýstárleg ritsmíð á þeim tíma. Hann bað því ráðgjafa sinn í bókmenntum að lesa handrit mitt eins og ég segi frá í einum kafla bókarinnar. Þessi ,,dómari var Snorri Hjartarson og á ég honum skuld að gjalda. Á það minnist ég í grein um Snorra sem birt er í Félaga orð, 1982.

Á föstu 1989,
M.J.