Í jaðri bæjarins

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Í jaðri bæjarins:

Saga úr þorpi

Nokkru eftir
að síðasti bátur var kominn

birtist enn bátur

og
það er einkennilegt
en hann líður inn fjörðinn án þess að vakni alda

ókunnur öllum í þorpinu
og bráðlega horfinn aftur út fjarðarmynnið

það var júní

júníkvöld

þorpsbúum
að þeim sérvitra undanskildum
ber saman um fagran bláma himins og sjávar