Í húsinu okkar er þoka

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987
Flokkur: 

Úr Í húsinu okkar er þoka ...:

HLAUPASTELPA

Ég er hlaupastelpa
og húmið býr
í augum mínum.

Ég
leita á nóttina.

Varir mínar
drekka svita
og þorsta;

varir mínar
blíðu blíðu,

varir mínar
fríðu fríðu.

_______
Tunga mín er töm
og kann að hvolfa hugum;
að eigir þú hugsanir,
einsog grjót einsog spjót,
þá renna þær niður í dalinn,
- beint í sjó!
Og ganga aldrei aldrei
meir
á hækjum sér
inní þér.
________

(s. 10)