I Ching: bók verðandinnar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998

Úr I Ching:

Bók verðandinnar er elsta og djúphugsaðasta rit sígildra bókmennta Kínverja, mikilsvirt gegnum aldirnar sem véfrétt gæfunnar, leiðarvísir til farsældar og viskubrunnur. Sem frumkvöðull allrar kínverskrar heimspeki er hún meginuppspretta hagnýtrar launspeki Tao Te Ching (Bókarinnar um veginn), rökvíss húmanisma Konfúsíusar og greinandi herstjórnarlistar Suns Tzus í Listinni að berjast.

(úr inngangi, s. 9)

1. HIÐ SKAPANDI
Mikil velgengni fellur í skaut hinum heilu og ráðvöndu.

HEILDARMAT
Hversu víðfeðmt er hið mikilfenglega svið hinnar skapandi undirstöðu! Allir hlutir og allar verur spretta af henni, svo úr verður náttúran í heild sinni.
   Eins og rignir úr skýjunum, er þau hverfa, streyma hlutir og verur fram í sinni mynd. Þegar þú hefur fullan skilning á framvindu þeirra, á upphafi þeirra og endi, þegar þú hefur, með tímanum, tileinkað þér stigin sex, þá þeysirðu á drekunum sex og beislar náttúruna.
   Hvert skref í framþróun sköpunarmáttarins færir lífið til betri vegar og viðheldur heildarsamræmi í öllu. Það er þetta sem hjálpar hinum ráðvöndnu og sönnu. Þegar það kemur í ljós og leiðbeinir fólkinu, ríkir friður með öllum þjóðum.

LÍKING
Háttur náttúrunnar er áhrifaríkur; hinir upplýstu laga sig látlaust að honum, sér til uppbyggingar.

(s. 20)