Hvíti skugginn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001
Flokkur: 


Úr Hvíta skugganum:

Ég drap mann. Það er svo langt frá því að ég geti sagt: „Ég er sá sem ég er og ánægður með það.“ Það get ég aldrei.


Það er komið fram yfir kvöldmat, uppvask, fréttir, þetta mánu-
dagskvöld. Kominn sá tími þegar flestir grúfa sig yfir tölvur-
nar, svífa um á Netinu, sinna eigin vefnaði eða láta sig falla í vef
annarra. Hann hefur flutt tölvuborðið sitt að stofuglugganum
og horfir nú yfir svalirnar út i garð með gömlu birki og sól-
berjarunnum.
    Hann fer inn á síðu Samtakanna, les texta Sólveigar, sér að
hún hefur engu bætt við síðan í gær. Fer á sinn stað í vefnum
og áður en varir gleymir hann sér við skriftir: 
    Ég er það gamall að mig rámar í að hafa verið á skíðasleða.
Svona sleða með sæti og hvössum járnum sem skröpuðu jörð-
ina ef snjórinn var ekki nógu harður. Eftir að ég, 37 ára gamall,
rankaði við mér útúrdrukkinn við samfarir, með hendurnar hertar
á hálsi konu minnar, hefur líf mitt verið eins og á skíðasleða á
snjólausri jörð.
    Ég var með yngsta son minn, níu ára, og vin hans uppi á Arn-
arhóli um daginn. Þeir renndu sér á magasleða, á meðan gekk
ég um og reyndi að anda eins og eðlilegir eða hamingjusamir
menn gera. Andardráttur minn er enn þvingaður af angist. Það
sýnir best ástand mitt.


(s. 53)