Hver étur ísbirni?

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006
Flokkur: 

Með myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Bókin er sjálfstætt framhald fyrstu bókar þeirra Kristín og Höllu Sólveigar um rituungann Rissu, Rissa vill ekki fljúga.

Um bókina:

Rissa og fjölskylda hennar hafa vetursetu úti fyrir vesturströnd Grænlands. Þar er líf og fjör og fjöldi dýra - selir, hvalir, rostungar og alls kyns fiskar - en því miður engir ísbirnir. Því leggja Rissa og Skegla systir hennar upp í langa ferð til að leita að ísbjörnunum sem þær langar svo mikið til að sjá.

Úr Hver étur ísbirni?:

Systurnar fundu lykt af landi í norðri og tóku stefnu þangað. Þessa nótt skinu stjörnurnar skært. Tunglið kom upp og lýsti þeim. Rissa var alveg heilluð. - Finnst þér ekki gaman að horfa á tunglið? spurði hún. - Þetta er nú bara tungl, svaraði Skegla. - Já, en sérðu ekki hvað það er fallegt ... byrjaði Rissa. Skegla greip ákveðin fram í fyrir henni: Mér finnst sólin fallegri og haltu svo áfram.

Systurnar flugu hratt og fannst þær vera einar í heiminum. Við og við gripu þær mat upp úr sjónum.
Rissa var þreytt og hana langaði til pabba og mömmu. En hún beit á jaxlinn og minntist ekki á neitt.

Eftir því sem norðar dró minnkaði birtan og ekki sá lengur í hafið fyrir ís. Samt bólaði ekkert á ísbjörnum.
- Þarna eru risar! hrópaði Skegla og benti á lítinn hóp sem var að leika sér.

(s. 13-14)