Hver ert þú?

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2010
Flokkur: 

Um bókina

Tíu tengdar smásögur um Jesú Krist.

Úr bókinni

Enginn hlustar á mig lengur. Og ég skil hvorki upp né niður . Það er engu líkara en Sakkeus hafi dottið á höfuðið og ruglast. Hann er altl í einu orðinn annar maður. Ég botna ekkert í hvernig slíkt getur gerst svona allt í einu. Ég hef verið gift honum í tólf ár og alið honum fjóra syni. Hann hefur ævinlega hlustað á mig og tekið tillit til mín. Vinir hans hafa meira að segja skopast að honum og sagt að hann láti kerlinguna segja sér fyrir verkum. Enda sé hann lítill og pervisinn og hangi utan í mér eins og mömmu sinni. Auðvitað er þetta ekki satt. En við höfum verið samhent. Ég hef reynt að styðja hann eftir megni. Ég hef svo sem heyrt tautið í fólki. Að ég sé miklu harðari en hann. Að ég sé miskunnarlaus og fégráðug. Að ég sé ránfugl. Að ég komi því til leiðar, að Sakkeus gangi að þeim með fullkominni harðýgðgi sem ekki borga á réttum tíma. Hvernig sem á stendur.

Og þó svo væri. Verðum við ekki að gæta réttar okkar? Það er ekki alltaf auðvelt að vera tollheimtumaður. Það er eins og fólk geti með engu móti skilið það. Sakkeus er skuldbundinn að standa skil á ákveðnum fjármunum, fastákveðinni fjárhæð, sem ekki verður undan komist. Svo verður hann sem yfirtollheimtumaður að ráða emnn til að innhemita skattana hjá fókli. Og það kostar sitt. Og eitthvað verður hann að bera úr býtum sjálfur. Það ættu allir að geta skilið. En það vill enginn skilja. Varasjóður verður einnig að vera fyrir hendi. Ef vel innheimtist eitt árið, þá þarf að leggja til hliðar, því að enginn veit hvernig gengur næsta ár. Þetta kallar fólk okur og svindl, og klifar á því að Sakkeus innheimti fyrst og fremst fyrir sjálfan sig og skili ekki nema hltua til Rómverjanna. Samt er hann kallaður rómverjaþræll og svikari við sína þjóð. Það má heita undarlegt samhengi. En svona er fólk. Svívirðir aðra af öfundsýki. Einhver verður að gera þetta. Og ekki trúi ég að aðrir myndu reynast fólinu hér í Jeríkó betur. Það ætti að skammast sín.

Og svo nú þetta, eins og við eigum ekki nógu erfitt fyrir. Allt er kmoið á annan endann hjá okkur. Hver veit nema við komumst á vonarvöl eins og hverjir aðrir aumingjar. Og það út af einhverjum flökkupredikara norðan úr Galíleu sem þykist víst vera sjálfur Messías, eða hver veit hvað. Ég botna sannast að segja ekki neitt í neinu lengur.

(25-7)