Hvaðan - þaðan

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978
Flokkur: 

Úr Hvaðan - þaðan:

1.2.6.

Vísir Vísir
besti vinur bissnessmannsins.
Tíminn er peningar
Vísir veldur streitu.

Kona barin í Bankastræti.
Flýttu þér, flýttu þér
Vísir veldur þreytu.

Rússar kúga gyðinga.
Framleiðslutími Vísis er tvær og hálf klukkustund
Vísir veldur streitu.

Spörkum bændum og spörum.
Fyrstur með fréttirnar
Vísir veldur þreytu.

Ál og stál og allt fyrir útlendinga.
Seljum allt, kaupum allt
Vísir veldur streitu.

Ert þú á móti frjálsri menningu?
Klukkan tifar, klukkan tifar.
Vísir veldur þreytu.

Takmarkið er
að allir hugsi eins og bissnessmenn
þá græða bissnessmenn.

Vísir veldur streitu STREITU S T R E I T U !