Hús andanna

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987


Isabel Allende: La casa de los espiritus.

Úr Húsi andanna:

Þegar kvöldaði hóf Severo undirbúninginn. Hann sendi börnin sín í rúmið og leyfði þjónustufólkinu að hætta vinnu snemma. Það sem hafði gerzt hafði fengið of mikið á Clöru, og hann leyfði henni að vera í herbergi annarrar systur um nóttina. Þegar öll ljós höfðu verið slökkt og allt var orðið hljótt í húsinu, kom aðstoðarmaður Cuevas læknis, veiklulegur ungur maður og nærsýnn sem stamaði. Þeir hjálpuðu Severo að bera lík Rósu inn í eldhúsið og lögðu hana með varúð á marmaraplötuna þar sem Fóstra hnoðaði brauðdeig og skar niður grænmeti. Þrátt fyrir styrka skapgerð sína þoldi Severo ekki við þegar þeir drógu náttkjólinn af dóttur hans og undursamleg nekt hafmeyjarinnar birtist. Hann skjögraði út ölvaður af sársauka, og hneig niður í stássstofunni grátandi eins og barn. Jafnvel Cuevas læknir, sem hafði séð Rósu fæðast og þekkti hana eins og lófann á sér, hrökk aftur þegar hann sá hana klæðalausa. Ungi aðstoðarmaðurinn tók að mása af geðshræringu, og hann blés ævinlega á komandi árum hvenær sem hann minntist þessarar ótrúlegu sýnar þar sem Rósa svaf nakin á eldhúsborðinu, og sítt hár hennar hrundi niður á gólf eins og grænn gróðurfoss.

(s. 32)