Hugarfjallið

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Úr Hugarfjallinu:

Drög að lífstrú

Fyrsta blað

Langur djúpur skuggi
klipptur burt

Leiftrandi skærin
einsog kría
í árásarhug

Sól teiknuð skjálfandi
hendi með gulum
trélit

Síðan blá fjöll -
himinblá
ekki há
ekki gnæfandi

Af þeim
fellur
enginn skuggi

Ydda græna litinn
engjalitinn
árbakkalitinn

(s. 73)