Hryggdýr

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2018
Flokkur: 

úr bókinni

Manneskjan

virðist fljótt
á litið ekki mikið
meir en safn af
stökkum beinum,
næfur
pappírsbarki
og hálfpottshjarta
sem má ekki við miklu
má ekki út úr húsi
í golu
(teygð glær húð)
en mér finnst
rétt að taka fram, því
ég tala af reynslu, að það er
talsvert verk
að murka lífið úr mennskju