Hörkutól stíga ekki dans

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985

Íslensk þýðing Árna Ibsen á skáldsögu Norman Mailer, Tough Guys Don't Dance.

Úr Hörkutól stíga ekki dans:

Ég man líka að ég kom einn aftur heim. Hundurinn var logandi hræddur við mig. Þetta er stór Labradorhundur, en hann skreið í burtu þegar ég nálgaðist hann. Ég settist á rúmstokkinn minn og punktaði hjá mér enn eitt minnisatriði áður en ég lagði mig. Svo mikið man ég. Ég blundaði þar sem ég sat og starði á minnisbókina mína. Síðan vaknaði ég eftir nokkrar sekúndur (eða var það eftir klukkutíma?) og las yfir það sem ég hafði skrifað: ,,Við finnum til örvæntingar þegar eitthvað deyr sem í okkur býr.

Þetta var það síðasta sem ég hugsaði áður en ég fór að sofa. Þó getur ekkert af þessu verið rétt í neinu atriði - vegna þess að þegar ég vaknaði var ég kominn með húðflúr á handlegginn.

(s. 34-35)