Hold og hjarta : skáldsaga

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1964
Flokkur: 

Úr Hold og hjarta:

 Þetta sem Hans litli á sjúkrahúsinu sagði mér um vitlausu konuna á háaloftinu, vildi aldrei hverfa úr huga mínum. Anna vildi ekkert um það tala. Ég hafði veitt því eftir tekt, að hún gat orðið býsna heyrnarsljó, væri umræðuefnið henni ekki að skapi.
 Ég var ákveðin í að komast að, hvað væri hæft í þessu og vildi rannsaka leyndardóminn sjálf. Ég hafði heldur ekkert að gera, sem gaman var að, allt komst upp í vana. Einna ánægjulegastar voru stundirnar, sem ég var í sjúkrahúsinu. Svo fékk ég líka mitt kaup fyrir það, fyrstu peningana, sem ég vann fyrir á ævinni.
 Eina nóttina læddist ég út, þegar ég vissi að allir voru háttaðir nema Björn, ssem var úti í sveit, og ekki væntanlegur fyrr en daginn eftir. Ég hafði gengið þannig frá glugganum í einu auða herberginu, að ég gæti opnað hann utan frá.
 Nóttin var koldimm og köld. Það var óhugur í mér, blandaður forvitninni. Áður en ég var komin hálfa leið, var ég farin að dauðsjá eftir að hafa anað út í þessa vitleysu en þrjóskan rak mig áfram. Mér var þá illa farið að förlast, hætti ég við fyrirætlun mína, áður en á hólminn er komið.

(s. 52)