Hliðin á sléttunni

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1970
Flokkur: 

Úr Hliðunum á sléttunni:

Síðdegi

Síðdegi í Austurheimi.
Blóm af holdi og blóði ganga þorpsstíginn.
Loftveginn koma steikingasveinar.

Þær greina ekki hljóðpípuleik
unnustans í skógarjaðrinum:
Steikt brjóst. Brenndar geirvörtur. Sviðin skaut . . .

En nú er krossmarkað í Vesturheimi
við upphaf fengitíðar.

Úti kveikir ágúst bleika sigð.

(14)