Hin háfleyga moldvarpa

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

Úr Hinni háfleygu moldvörpu:

Mynd Dürers af nashyrningnum

Fræg er mynd Dürers af nashyrningnum en þá skepnu
hafði hann aldrei augum litið. Það var víðförull portú-
galskur listamaður sem lýsti kynjadýrinu fyrir honum.
Sennilega hefur sá portúgalski krotað eitthvað til skýr-
ingar og jafnvel átt skissur teknar á staðnum en alveg
sé ég Dürer fyrir mér hvernig hann lygnir aftur augum
og horfir á það sem hann heyrir. Sá ég þó Dürer aldrei.