Herra Hú

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1986

Herra huu eftir Hannu Mäkelä í þýðingu Njarðar.

Myndskreytingar eftir höfund.

Úr bókinni:

Herra Hú opnaði augun, en lokaði þeim strax aftur, þegar hann sá að það var sólskin. Hann vafði sænginni þéttar að sér. Hann átti vhorki skóla, leikskóla, leik né nýjan dag. Hann svaf og fór á fætur þegar honum sýndist.

Og nú var hann sofnaður aftur. Hann hraut.

- HR HR HR HR, sagði hann, eins og hann væri gömul og höktandi bílvél. En það var hann reyndar ekki.

Svo spratt hann á fætur, gægðist út, og sá að það var orðið vel dimmt. Hann varð að fara á stjá, þótt hann væri þreyttur, því herra Hú vann á nóttunni. Það hafði hann gert alla tíð, síðan pabbi hans hvarf einn góðan veðurdag og herra Hú var einn eftir hjá afa sínum. Afi hafði kennt herra Hú að lesa og galdra, og haga lífi sínu eins og hann sjálfur. Og nú var herra Hú orðinn vanur því.

Í hurðinni gnestur...
Í gólfinu brestur...
Hnífurinn leiftrar...
Og inn kemur nú
enginn annar en litli snjalli herra Hú.

Þegar brakar í trjágrein í skóginum, þá er það herra Hú. Þegar eitthvað bærir á sér undir rúminu, er það herra Hú. Þegar eitthvað er að læðupokast á nóttunni og glamra í eldhúsinu, þá er það ævinlega sá sami kolsvarti og villti herra Hú.

(7-8)