Hernámsljóð

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1983
Flokkur: 

Úr Hernámsljóðum:

Hernámsljóð

2.

Allt breytist
á einni nóttu

úr góugróðri
vaxa gorkúlur
í tröllslíki

styrjöldin sjálf
kemur í heimsókn

með nýjan tíma
grá fyrir járnum

Húsið er málað
grænt í stíl við
brúna braggana

í augum Þjóðverja
grastorfa
við moldarflag

Mannlífsvin
í eyðimörk stríðsins.