Heimurinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Bók í smákverasafni Birgittu, númer 10.

Úr Heiminum:

Niðurtalning til stríðs

Draumar mínir eru fylltir
líkömum dauðra barna
sem munu hrannast upp í Írak
Ég sé bros þeirra
framtíð sem hefði getað orðið
Ég sé brostin hjörtu mæðra og feðra þeirra
og ég græt meðan ég sef

Meðan ég vaki
sé ég fyrirsagnir

Niðurtalning til Íraks

Hver á fjölmiðlana
Hver á flugskeytin
Hver vill drepa fleiri börn
Fyrir blóðuga olíu
Fyrir hina útvöldu
Hverjir eru hinir útvöldu

Eru þeir ég
Eru þeir þú

Sekur er sá sem ekkert gerir
Samþykkir öll voðaverkin
með þögn sinni
Hvar eru hetjurnar

þorum við
að vera hetjur
eða munum við þegja þunnu hljóði
á meðan byssukúlum og flugskeytum
rignir yfir börnin í Írak
Á meðan þau bíða
með ótta í hjörtum
um hvað muni gerast næst

Munum við þá skipta um
uppáhalds raunveruleikasjónvarpsrás
Þegar beinu útsendingunum
frá Shock & Awe er lokið