Myndir: Sigrún Eldjárn
Úr Heimskringlu:
Grýla og Leppalúði
Er börnin uxu upp og burt
ellimóð þá sátu um kjurt
veslings Grýla og Leppalúði.
Á lífið hvorugt þeirra trúði.
Uns Grýla mælti mædd og rám:
- Það mætti reyna að hefja nám...
Og uppi í Hamrahlíðarskóla
háöldruð þau vermdu stóla.
Í Háskólann þau héldu inn
er höfðu klárað öldunginn.
Innrituð þau eru bæði
í uppeldis- og kennslufræði.
(án blaðsíðutals)