Heimkynni við sjó

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1980
Flokkur: 

Úr Heimkynnum við sjó:

[Haust. Og garðflatir]

Haust. Og garðflatir
grænar við sjóinn fram.
En reyniviðarhríslur
rauðar, í gulu ljósi.

Samtímis deyja
ekki sumarsins grös og lauf.
Allt deyr
að eigin hætti. Allt deyr
en óviss er dauðans tími.

Dauðinn er regla
sem reglur ná ekki til.

(s. 22)