Heimili dökku fiðrildanna

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995

Um þýðinguna

Tummien perhosten koti eftir Leena Lander í þýðingu Hjartar.

Nóttin er stund hins illa, þá þrífst það líf á Eynni sem ekki þolir dagsljósið: pyntingarnar eiga sér stað í svefnsal drengjanna; elskendur eiga forboðna fundi; lítið barn gengur í svefni niður að sjó; morð er framið. Allt á þetta sér stað að næturlagi á Eyjunni þar sem drengirnir vinna eins og þrælar meðan dagsins nýtur. En hvers vegna verða vængir fiðrildanna ekki hvítir heldur dökkir þegar þau skríða úr púpum sínum? Juhani Johansson, verkfræðingur, stendur á tímamótum í lífinu sem krefjast þess að hann líti yfir ævi sína. Frá 9 ára aldri og fram á unglingsár dvaldist Juhani á upptökuheimili fyrir drengi þar sem forstöðumaðurinn, herra Sebaót, stjórnaði drengjunum eins og sannur herstjóri. Árin á Eynni geyma ógnvænlega reynslu sem markar Juhani fyrir lífstíð, en einnig hafa umsvif forstöðumannsins - og drengjanna undir hans stjórn - ófyrirséð áhrif á fólkið á Eynni og umhverfið sem ekki verða aftur tekin.

„Í kringum hann er girðing sem þeir sem eru sterkari en hann hafa reist, en innan girðingar ræður hann öllu. Og fyrst hann hefur nú á annað borð ákveðið að Juhani Johansson skuli píndur, veit drengurinn að dómnum verður fullnægt. Á daginn er hann öruggur. Ósköpin gerast öll á nóttunni. Á nóttunni vaknar höfuð villidýrsins af þeim dvala sem er afleiðing af einhæfri vinnu og heimtar að fá að skemmta sér. Nóttin er stund hins illa. Nóttin vonast eftir fórnarlambi sem er grátgjarnt. Sem hægt er að byrja á að kvelja svolítið og færa sig smám saman upp á skaftið þangað til það er reiðubúið að gera hvað sem villidýrinu dettur í hug. Reiðubúið að fórna lífinu til þess að vera höfðinu, Vélinni Sjöblom, til þægðar.“

(s. 63)