Hattur og Fattur: nú er ég hissa!

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Halldór Baldursson myndskreytti.

Úr Hatti og Fatti:

Langt, langt úti í himingeimnum er stjarnan Úridúx. Þeim sem búa á Úridúx þykir falleg þar þótt engin fjöll, engin höf, engin stöðuvötn, ekkert gras og engin tré séu á Úridúx, heldur bara grænn gróður sem líkist helst þangi eða þara og litlar, grænar tjarnir sem Úridúxmenn rækta í grænan fisk sér til matar. Hattu og Fattur eru um margt ólíkir, en eitt eiga þeir sameiginlegt: útþrána í brjóstinu! Báðum þykir ótrúlega gaman að ferðast. Á hverju vori taka þeir fram svefnpkana sína, smyrja gott og næringarríkt nesti, stíga upp í litla, græna geimskipið og halda af stað til að kanna forvitnilega himinhnetti. Og nú hefst þessi ferðasaga. (s. 6)