Hattur og Fattur komnir á kreik

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1984
Flokkur: 

Myndir : Sigrún Eldjárn

Úr Hattur og Fattur komnir á kreik:

- Gættu þín Sveinn, það er ljón fyrir aftan þig.
Mat-Sveinn verður svo skelkaður, að hann missir öxina ofan á tána á sér. Og þarna dansar hann á öðrum fæti um hlaðið emjandi af sársauka, því það er ekkert grín að fá öxi ofan á stóru tána sem á augabragði verður rauðblá og á stærð við meðal blóðmörskepp.
Og meðan Mat-Sveinn er ennþá að valhoppa sjá þeir færi Hattur og Sigvaldi að steypa yfir hann risastórum saltkjötskagga. Sigvaldi treður svo handklæði upp í Mat-Svein og sameiginlega leggja þeir lok á kaggann og setja stóran stein ofan á sem farg.

(s. 32)