Hafið og kletturinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1961
Flokkur: 

Úr Hafinu og klettinum:

Dauði Baldurs [brot]

I.

Við vorum ógárað marborð:
sólin sökkti geislum sínum í djúpið,
kastaði til okkar fíflum og sóleyjum,
gaf okkur fuglana að vinum
og himininn að leikbróður.

En stormhviðurnar komu,
sópuðu blómunum útí buskann,
sviptu fuglana sönggleði,
þurrkuðu birtuna af augum okkar
og rótuðu upp ólgandi brimi
sem stökkti himninum á flótta.

(s. 71)