Ljóðabálkur eftir Gíorgos Seferís.
Úr Goðsögu:
M.R.
Garðurinn með gosbrunnunum í regninu -
þú sérð hann bara úr lága glugganum
bakvið mistraða rúðuna. Stofa þín
fær aðeins birtu af arineldinum,
og í bjarma af fjarlægum eldingum sjást stundum
hrukkurnar á enni þér, gamli Vinur.
Garðurinn með gosbrunnunum, sem í þínum höndum
var hjartsláttur annars lífs handan við
marmarabrot og raunalegar súlur,
og dans meðal lárviðarrósa
hjá nýju grjótnámunum
- úðað gler mun slíta hann frá stundum þínum.
Þú munt ekki anda; moldin og safi trjánna
munu ryðjast útúr minningu þinni til að lemja
þessa rúðu sem nú er lamin regni
heimsins fyrir utan.
(s. 46)