Glóið þið gullturnar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

Úr Glóið þið gullturnar:

 - Fljót nú! hrópaði móðir þeirra. Afi ykkar er kominn að telja!
 Hún var komin niður í stofuna með öll hálfsaumuðu vestin sín en systkinin voru ýmist enn í rúmunum eða byrjuð að þoka sér fram úr þegar þau heyrðu lamiðá rúðurnar götumegin, og um leið kallaði hún á þau að koma í snatri ofan. Þennan morgun stóð mikið til, Fritz Hendrik átti að byrja í Trinitatisskólanum hjá séra Bunkeflod. Hálfklædd og berfætt hentust þau niður og inn í eldhús. Enn var lamið á rúðurnar.
 - Fljót nú! sagði hún aftur.
 Þau þorðu ekki annað en hlaupa út og raða sér á gangstéttina. Gamli maðurinn var í gamla úníforminu sínu með stórum rauðum uppslögum sem stóðu þó ekki upp, heldur slöptu niður á þann mesta maga sem Fritz Hendrik sá í öllu ungdæmi sínu. Hann sveiflaði stafnum sínum og hrópaði eins og hershöfðingi:
 - Í röð! Eftir stærð og aldri!
 Fritz Hendrik var elztur, níu ára, og stærstur, að minnsta kosti þegar hann teygði sig upp á táberginu. Systur hans röðuðu sér sjálfar, en Maríus reyndi að stjaka honum frá þótt hann væri ekki nema átta.
 - Jæja þá, hrópaði afinn og sveiflaði stafnum. Sjáum nú hvað ég á orðið marga grísi og smágyltur!
 Síðan potaði hann stafnum í magann á þeim, hverju og einu, og taldi. Þegar hann var loks kominn upp að níu og potaði í Betu litlu, sem fór að háskæla, fékk hann sér slurk, snerist á hæli og var brátt horfinn í stórum sveigum ofan manntóma götuna.

(s. 7-8)