Gíri Stýri og skrýtni draumurinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Úr Gíra Stýra og skrýtna draumnum:

Gíri hefur lengsta hálsinn af öllum bílstjórum bæjarins og þótt víðar væri leitað, þess vegna þarf að vera gat á þakinu á strætisvagninum svo Gíri geti setið uppréttur.

Það getur verið óþægilegt fyrir Gíra, sérstaklega á rigningardögum þegar hann þarf að spenna upp regnhlífina svo hann verði ekki holdvotur.

Þá hlæja og flissa hinir gíraffarnir og fyrir vikið er Gíri orðinn feiminn og óöruggur með sig. En Gíri-Stýri elskar fallega rauða strætisvagninn sinn og það skemmtilegasta sem hann gerir er að aka honum.

Gíri lætur renna í heitt og gott bað. Það gerir hann bara á sunnudögum. Gíri gefur sér góðan tíma til að skrúbba sig og bursta. Hann þvær sér vel um eyrun, það hafði mamma hans kennt honum að gera, og buslar svo að varla sést í hann fyrir sápulöðri. Á eftir vefur Gíri utan um sig stóru handklæði. Sem betur fer hefur hálsrígurinn skánað við baðið.