Gallsteinar afa Gissa

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2002
Flokkur: 


Um bókina:

Systkinin Torfi og Gríma búa á annasömu nútímaheimili. Þegar foreldrar þeirra eru ekki að vinna gera þau fátt annað en að skipa börnunum til og frá. Ekki bætir unglingaskrímslið úr skák sem gerir allt til að angra þau og skelfa. Að lokum bera þau sig upp við afa Gissa sem liggur á spítala eftir gallsteinaaðgerð.

Úr Gallsteinum afa Gissa:

Bergur hjólaði í hringi fyrir utan húsið þeirra þegar þau komu heim.
 - Rosalega voruð þið lengi, sagði hann, stökk af hjólinu og henti því upp að girðingunni. Ég er búinn að bíða hérna í klukkutíma. Sáuð þið gallsteinana? Hvernig eru þeir? Þegar ég verð læknir verð ég að eignast svona gallsteina. Mest langar mig samt í hauskúpu og hryggsúlu. Ætli maður geti pantað svoleiðis á sjúkrahúsum?
 - Láttu ekki svona, Bergur, sagði Torfi ólundarlega. Auðvitað getur maður ekki pantað hauskúpur, og þessir gallsteinar er ekkert merkilegir.
 - Víst, sagði Gríma ákveðin. Bergur, þetta eru merkilegustu gallsteinar í heimi. Þetta eru óska...
 - Þegiðu, Gríma, hvæsti Torfi og leit reiðilega á systur sína.
 - Ég þegi ekki neitt, sagði Gríma ákveðin. Bergur, þetta eru óskasteinar og ég er með þá í vasanum.

(s. 33)