Fuglar og annað fólk

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

Úr Fuglar og annað fólk:

Sextíu ára

Ég er kominn ósköp vel á veg
og veit í hjarta mér að sjái ég
trippi eða folald fara um haga
á það fleiri daga
framundan en ég.
Það er öðruvísi en áður
þegar ævi manns var eitthundrað
og áttatíu gráður
og eilífðin jafn óumdeilanleg.

                  Á Sólheimasandi.